Aðalfundur Garðbúa

garðbúarlogo

Fimmtudaginn 21.febrúar verður aðalfundur Garðbúa.

Klukkan 20.00. Allir fullgildir félagar 16 ára og eldri (Virkir samkvæmt Nóra) eru með atkvæðisrétt á fundinum.

Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins.

Hafir þú áhuga á að koma og starfa í stjórn hafðu þá samband gardbuar@gardbuar.com.

Framundan er afmæli Garðbúa.

gb50

 

29.mars n.k. verður haldið upp á 50 ára afmæli skátafélagsins Garðbúa en 29. mars 1969 voru Sturlingadeild í Skátafélagi Reykjavíkur og 4 hverfi í Kvennskátafélagi Reykjavíkur sameinuð og Garðbúar stofnaðir. Jafnframt voru þessi félög lögð niður þennan dag.

Afmælisveisla verður í skátaheimilinu Hólmgarði 34. föstudaginn klukkan 17.00-19.00.

Allir eru velkmnir.

Sumargistingur 18. apríl

Næsta miðvikudag ætlum við að hafa sumargisting fyrir Fálkaskáta og Dróttskáta. Mæting er upp í skátaheimili kl 18:00 en þar munum við borða saman kvöldmat og æfa okkur fyrir fánaborg og dagskrá sem við verðum með á sumardaginn fyrsta. Svo ætlum við að hafa kósý um kvöldið, spila og hafa gaman.  Um morguninn verður boðið upp á morgunmatur og munum við svo undirbúa okkur fyrir dagskrá dagsins.

Skráning á gistinginn er hér

Gistingurinn kostar 1000 kr. og er hægt að koma með pening eða millifæra á reiking Garðbúa kt. 421280-0379 bnr. 0525-26-400060. Innifalið í verðinu er kvöldmatur og morgunmatur.

Dagskrá 19. apríl
12:00 verða grillaðar pylsur við Grímsbæ
13:00 er skrúðganga frá Grímsbæ og yfir í Bústaðarkirkju.
13:30 hefst dagskrá í Bústaðarkirkju
14:00 ca. dagsrká í Víkinni og verðum við með candyfloss sölu og leiktæki.

Við vorum til að sjá fjölskyldur og vini bæði í grillinu í Grímsbæ, skrúðgöngunni og í Víkinni. Hlökkum til að fagna sumrinu með ykkur.

Fánaborg: þeir sem verða fánaberar biðjum við um að mæta helst í dökkum buxum, skátabúnin og snyrtilegum skóm. Gott er að taka með vetlinga eða hanska. Auðvita viljum við að allir séu snyrtilegir til faranna því þeir sem sem eru ekki fánaberar munu samt labba með þeim fremst.

Útbúnaðarlisti:
Svefnpoki
Tannbursti og tannkrem
Náttföt
Föt fyrir daginn eftir ( dökkar buxur og skátaskyrta eða skátabolur .)
Útiföt
Vetlingar ( helst dökkir fyrir þá sem eru fánaberar)

Dagskrá sumardagurinn fyrsti 2018

download

Dróttskátaútilega

Sveitarútilega Dróttskáta

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Næstu helgi 23.-25. mars ætla D.S. Bótes að skella sér í sveitarútilegu í Lækjarbotna. Mæting verður í skátaheimilið í Hólmgarði föstudaginn 23.mars klukkan 18:00. Þar munum við hittast og sameinast í bíla. Lækjarbotnar eru rétt fyrir utan Reykjavík (sjá kort hér) og væri gott að vita hvort og hvaða foreldrar eru tilbúnir að skutla upp eftir. Fálkaskátar félagsins munu einnig koma í sveitarútilegu á laugardeginum og eiga skemmtilegar stundir með okkur. Útilegunni verður slitið klukkan 13 upp í Lækjarbotnum á sunnudeginum og þarf að sækja krakkana þangað. Til að skrá skáta í útileguna þarf að senda tölvupóst á gardbuar@gardbuar.com og einnig þarf að vera búið að ganga frá skráningunni í félagið.

Útilegan kostar 3000 kr. og er hægt að koma með pening eða millifæra á reiking Garðbúa 0525-26-400060 kt. 421280-0379

Markmiðið með útilegunni er að undirbúa sveitina fyrir Landsmót dróttskáta sem verður haldið út í Viðey í sumar. Á mótinu þurfa krakkarnir að elda sjálfir allar máltíðir og viljum við því að krakkarnir komi með allan mat sem þau þurfa í þessa útilegu nema kvöldmat á laugardagskvöldinu en við munum útvega hann. Með þessu viljum við að þau læri smá grunn í því að elda á prímusum og álíka. Nokkrir hlutir sem sniðugt væri að pakka er til dæmis jógúrt fyrir morgunmat, núðlusúpa í hádegismat og samlokur í kaffi eða millimál.

Við verðum með Garðbúasímann í útilegunni og verður hægt að ná í okkur í síma 831-8822

Fyrir neðan má svo sjá útbúnaðarlista.

Með bestu kveðju,

Ragnheiður Silja og Sædís Ósk fálkaskátaforingjardrottskatar_250pix

Útbúnaðarlisti

-Skátaklútur

-Hversdagsföt sem er þæginlegt að vera í (ekki gallabuxur)

-Aukaföt

-Útiföt (eftir veðri)

-Húfa

-Vetlinga

-Ullarsokka

-Náttföt

-Göngu eða kuldaskó

-Bakpoka eða tösku

-Svefnpoka

-Kodda

-Vasaljós

-Tannbursta

-Tannkrem

-Þvottapoka

-Lyf (ef þarf)

-Vatsbrúsa

-Nesti fyrir alla helgina (fyrir utan kvöldmat á laugardeginum)

 

Fálkaskátaútilega

Sveitarútilega Fálkaskáta

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Næstu helgi ætla F.S. Völsungar að skella sér í sveitarútilegu í Lækjarbotna. Mæting verður í skátaheimilið í Hólmgarði laugardaginn 24.mars klukkan 13. Þar munum við hittast og sameinast í bíla. Lækjarbotnar eru rétt fyrir utan Reykjavík (sjá kort hér) og væri gott að vita hvaða foreldrar eru tilbúnir að skutla upp eftir. Útilegunni verður slitið klukkan 13:00 á sunnudeginum og þarf að sækja krakkan í Lækjarbotna. Til að skrá skáta í útileguna þarf að senda tölvupóst á gardbuar@gardbuar.com og einnig þarf að vera búið að ganga frá skráningunni í félagið.

Útilegan kostar 2000 kr. og er hægt að koma með pening á laugardeginum eða millifæra á reiking Garðbúa 0525-26-400060 kt. 421280-0379

Markmiðið Útilegunnar er meðal annars að undirbúa sveitina fyrir Landsmót fálkaskáta sem verður haldið á Laugum í Sælingsdal í sumar. Á mótinu þurfa krakkarnir að elda sjálfir allar máltíðir og viljum við því að krakkarnir komi með allan mat sem þau þurfa í þessa útilegu nema kvöldmat en við munum útvega hann. Með þessu viljum við að þau læri smá grunn í því að elda á prímusum og álíka. Nokkrir hlutir sem sniðugt væri að pakka er til dæmis jógúrt fyrir morgunmat, núðlusúpa í hádegismat og samlokur í kaffi eða millimál.

Við verðum með Garðbúasímann í útilegunni og verður hægt að ná í okkur í síma 831-8822

Fyrir neðan má svo sjá útbúnaðarlista.

Með bestu kveðju,
Ragnheiður Silja og Sædís Ósk fálkaskátaforingjar


Útbúnaðarlistifalkaskatar-250pix

-Skátaklútur

-Þæginleg hversdagsföt (ekki gallabuxur)

-Aukaföt

-Útiföt (eftir veðri)

-Húfa

-Vetlinga

-Ullarsokka

-Náttföt

-Göngu eða kuldaskó
-Bakpoka eða tösku

-Svefnpoka

-Kodda

-Vasaljós

-Tannbursta

-Tannkrem

-Þvottapoka

-Lyf (ef þarf)

-Vatsbrúsa

-Nesti fyrir 4 mátíðir

 

Vetrarmót – Foreldrabréf

26168813_1636560366430633_5834316927780306282_n

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Vetrarmót Reykjavíkurskáta er næstu helgi og hvetjum við þá sem ekki eru nú þegar búnir að skrá skátana sína að drífa í því. Framundan er helgi full af ævintýrum og skemmtilegum skátahefðum. Við viljum taka fram að mótið er fyrir skáta sem eru fæddir 2007 og fyrr en ekki seinna (fálkaskáta og eldri). Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/.
Til að greiða mótsgjaldið er hægt að koma með pening á fund núna í vikunni eða millifæra á eftirfarandi reiking með nafn þátttakanda í skýringu.

Kt 421280-0379
bnr. 0525-26-400060

Gjaldið er 4000 kr fyrir þá sem skráðu sig fyrir laugardaginn 20. janúar og 5000 fyrir þá sem skráðu sig eftir það.
Fyrir skátana sem fara á mótið er brottför föstudaginn 26.janúar frá Hraunbæ 123 (Skátamiðstöðinni) klukkan 20:00. Þaðan keyra rútur á Úlfljótsvatn þar sem búið er að skipuleggja skemmtilega dagsskrá frá föstudegi til sunnudags. Áætluð heimkoma í Hraunbæinn sunnudaginn 28.janúar er klukkan 16:00. Útbúnaðar lista er hægt að sjá sem viðhengi með þessum pósti. Við viljum ítreka að dagskráin er mest megnis utandyra og verða skátarnir að vera með nóg af hlýjum fötum og auka fötum svo þeir geti notið hennar. Einnig fá dróttskátarnir val um að gista í tjaldi og þá skiptir máli að vera vel útbúinn fyrir það en þeir sem ekki eru nógu vel útbúnir fá ekki að sofa úti.

Við verðum með Garðbúasímann á okkur um helgina og verður hægt að ná í okkur í hann í síma 831-8822

Hérna má sjá útbúnaðarlista

Með bestu kveðju,
Ragnheiður Silja og Sædís Ósk fálka- og dróttskátaforingjar


 

Aðalfundur Garðbúa

Aðalfundur Garðbúar verður haldin fimmtudaginn 5. febrúar í skátaheimilinu kl 20:00

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning félagsforingja.
  6. Kosning fjögurra skáta í stjórn félagsins.
  7. Kosning þriggja manna skálastjórnar fyrir Lækjarbotnaskála.
  8. Kosning eins skoðunarmanns reikninga.
  9. Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffi og með því.