Lækjabotnar

lækjabotnarlaekjarbotnar1

Skálastjóri: Svavar

Hægt er að bóka skálann hér.

You can book the cabin here.

Ef einhverjar spuringar eða athugasemdir eru er hægt að hafa samaband við Svavar í síma 896-6056 og á netfangið svavar321@gmail.com

Í eigu Garðbúa er glæsilegi skátaskálinn Lækjabotnar og er hann staðsettur
Um 14 km. austur af Reykjavík undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk. Er í landi Kópavogs í Lækjarbotnalandi. Það tekur svona um það bil 15 mínútur að keyra að skálanum.

Skálinn er mjög rúmgóður og tilvalinn fyrir litla hópa í útilegur. Skálinn er á tveimur hæðum með anddyri, geymslu, matsal og eldhús á neðri hæðinni. Í eldhúsinu er eldavél og bökunarofn svo er einnig gasgrill og kolagrill á staðnum. Á efri hæðinni er síðan svefnloft með rúmgóðum tveggja manna kojum þar sem 30 manns (fullorðnir) geta gist. Inn fyrir svefnloftið er síðan lítið foringjaherbergi þar sem fjórir fullorðnir geta gist í kojum á samt skrifborði og stól.  Fyrir framan skálann er stór pallur sem gott er að nýta á sumrin.

Í skálanum eru reykskynjarar á báðum hæðum ásamt þremur slökkvitækjum.
Upphitun og lýsing er með rafmagni. Skálinn er tengdur vatnsveitu. Hitakútur er í skálanum sem hitar upp kalt kranavatn, tvö vatnsklósett.

Verð:
Daggjald: kr. 20.000.-
Ein gistinótt er kr. 40.000, en 30.000 fyrir skáta og annað æskulýðsstarf.
Helgargjald er 80.000, en 60.000 fyrir skáta og annað æskulýðsstarf.

Tjaldsvæðisgjald er 1200 pr mann í tjaldi.

Dagskrármöguleikar:

Við skálann er stór og góð grasflöt til tjöldunar og leikja. Nágrennið býður upp á fjölda möguleika til lengri og skemmri gönguferða, skíða-, sleðaferða, fornleifarannsókna, stjörnuskoðunar, fuglaskoðunar og jarðsögurannsókna. Góð varðeldaaðstaða er á svæðinu. Þá liggur lækur gegnum landið sem krakkar geta endalaust leikið við.

Staðsetning á google map  https://goo.gl/maps/KztpwQooT4Q6C8WU9

 

One thought on “Lækjabotnar

Leave a comment