Saga Garðbúa

Skátafélagið Garðbúar er stofnað 29. Mars 1969. Félagið er stofnað við sameiningu Skátafélags Reykjavík og Kvennskátafélagi Reykjavíkur en bæði félögi höfðu starfað saman í hverfinu um tíma. Hverfið var kallað 5 fylki. Drengirnir voru í Sturlungadeild en stúlkurnar í Völsungadeild. Um árabil störfuðu deildirnar kymjaskiptar innan félagsins. Það var þó mjög gott samstarf á milli deilda og sveita. Félagið náði yfir 600 þátttakendum þegar mest var. Fyrsta kynja blandaða sveit félagsins var Léskátasveitin (yngsta aldursbilið eða Drekaskátar í dag 7-9 ára) sem hét Labbakútar og var stofnum í kringum 1982. Fyrsti félagsforinginn var Eyjólfur Snæbjörnsson.  Þegar ég geng til liðs við félagið 1976 eru þrjár drengjasveitir í Sturlungadeild á skátaaldri: Rauðskinnar 1 sveit. Sturlusynir 2 sveit og Hellenar 3 sveit. Síðan var ein Ylfingasveit man ekki nafnið á henni. Í Völsungadeild voru tvær skátasveitir: Uglusveit 1 sveit og Spætusveit 2 sveit einnig var ljósálfasveit starfandi. 3 Dróttskátasveitir voru starfandi: D.S. Herkúles, D.S. Satúrnus og D.S. S.Á.N. (sveit án nafns).

Advertisements