Saga Garðbúa

Árið 1951 16. nóvember er skráð stofnun Sturlungasveitar.  36 skátar byrjuðu og foringinn þeirra Erlendur Jóhannsson. Starfssvæði þeirra var Háaleiti, bústaðahverfi og Fossvogur.

1955 voru Sturlungar orðnir að Skátadeild Með Ingólf Petersen sem foringja og Eyjólf Snæbjörnsson sér til aðstoðar. Eyjólfur tók við deildinn síðan 1960. 1. Sveit voru Fjallarekkar, 2. og 3. Sveit voru skátar og 4. Sveit voru ylfingar.
Málgagn Sturlunga hét “Axarskafti” Grétar L. Marínóson hannar merki Sturlunga deildar. Þegar félagið sameinaðst stúlkunum var Svavar Sigurðsson deildarforingi.
Fyrsta apríl árið 1958 fengu Sturlungar afhent húsnæði í risi Hólmgarðs 34 þar fékk einnig deild úr Kvennskátafélagi Reykjavíkur aðstöðu. Stofnað var sameiginlegt foringjaráð drengja og stúlkna. Sturlungar fengu einnig húsnæði í Háagerðisskóla 1958.

1958 voru fjórar stúlkur í Kvennskátafélagi Reykjavíkur fengnar til að stýra skátasveit fyrir stúlkur í Bústðahverfi. Þetta voru Hrefna Hjálmtýrsdóttir, Gígja Árnadóttir, Inga Ólafsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Sveitin fékk nafnið Uglur fljótlega bætist við önnur sveit sem kölluð var Spætur. Voru 30-40 stúlkur í hvorri sveit. Stúlkurnar höfðu stuðning frá Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og Hrefnu Tynes en þær voru í fyrstu stjórn Skátafélagsins Garðbúa.

Skátafélagið Garðbúar er stofnað 29. Mars 1969. Félagið er stofnað við sameiningu Skátafélags Reykjavík (SFR) og Kvennskátafélagi Reykjavíkur (KSFR) en bæði félögi höfðu starfað saman í hverfinu um tíma. Hverfið var kallað 5 fylki hjá SFR en 4. hverfi hjá stúlkunum í KSFR. Um árabil störfuðu kynjaskiptar deildir innan félagsins. Drengirnir voru í Sturlungadeild. Stúlkurnar voru í Völsungadeild. Það var þó mjög gott samstarf á milli deilda og sveita.

Félagssöngurinn:

Allir verða vera í góðu skapi í kvöld
Því Garðbúarnir hafa hérna völd
allir leika og skemmta sér
Enga fýlu viljum vér
Og allir taki gleðina í nesti heim með sér
Youralady Yourealady jú hú.
Og allir taki gleðina í nesti heim með sér.
Höfundur Sigurborg (Sísí) Einarsfdóttir fyrst flutt á Hverfismóti í Efri Dal 1971.

Félagið náði yfir 600 þátttakendum þegar mest var. Fyrsta kynja blandaða sveit félagsins var Léskátasveitin (yngsta aldursbilið eða Drekaskátar í dag 7-9 ára) sem hét Labbakútar og var stofnum í kringum 1982. Fyrsti félagsforinginn var Eyjólfur Snæbjörnsson.  Þegar félagsforinginn gengur til liðs við félagið 1976 eru þrjár drengjasveitir í Sturlungadeild á skátaaldri: Rauðskinnar 1 sveit. Sturlusynir 2 sveit og Hellenar 3 sveit. Síðan var ein Ylfingasveit man ekki nafnið á henni. Í Völsungadeild voru tvær skátasveitir: Uglusveit  1 sveit og Spætusveit 2 sveit einnig var ljósálfasveit starfandi. 3 Dróttskátasveitir voru starfandi: D.S. Herkúles, D.S. Satúrnus og D.S. S.Á.N. (sveit án nafns).
Húsnæðismál félagsins hafa sett svip sinn á starfið en mikil vinna sjálfboðaliða hefur hoggið skarð í starf félagsins í hvert sinn þegar félagið hefur flutt. Fyrstu árin fékk félagið inni í risinu og annari hæð í  Hólmgarði 34 á sama tíma fekk Sturlungar aðstöðu í Háagerðisskóla þaðan lá leiðin til KFUM í Langagerði. Síðan fékk félagið aðstöðu í kjallara á leikskóla við Mosgerði. Einng fékkst aðstaða hjá Reykjavíkurborg  á annari hæð og risi í Hólmgarði 34. Misst félagið aðstöðun á annari hæðinni þegar Mosgerðið fékkst. Þó kom svo að því að borgin vildi nýta betur Leikskólann undir leikskólastarf og var félaginu úthýst og fengum við fundaraðstöðu í Réttarholtsskóla en viðlegubúnaður félagsins fór í geymslu í Þjóðskjalasafnið. Á þessum tíma þurftum við einnig að yfirgefa risið í Hólmgarði sem hafði verið lykil aðstaða dróttskáta á höfðuborgarsvæðinu. Með stuðningi Reykjavíkur og skátasmabands Reykjavíkur tókst félaginu að kaupa húsnæði í Búðargerði 10. Mikil vinna fór í að koma húsinu í nothæft ástand fyrir skátastarið. Hreinsað var innan úr húsinu og reistir nýjir milliveggir, nýtt gólfefni og húsið málað allt var unnið í sjálfboðavinnu félaga félagsins. Við þessa sjálfboðaliða vinnu myndaðist eignarhlutur félagsins í húsnæðinu í bókhaldi félgsins upp á 20 % af fasteignaverði húsnæðisins. Húsið var vígt 1986. Húsið hentaði illa undir starfsemi félagsins og þegar möguleiki opnaðist að kaupa stærra húsnæði í Hólmgarði 34 ásamt tveimur bílskúrin var farið af stað og Búðargerðið selt. Reykjavík í gegnum Skátasamband Reykjavíkur styrkti félagið um mismuninn á kaupverðinu. Húsnæðið í Hólmgarði var verr farið en húsnæðið í Búðargerði þegar félagið tók við því. Mikil vinna fór í að rífa allt út úr húsnæðinu. Guðrún Ólafsdóttir (Yngri) var fengin til að teikna upp skátaheimilið.  Sagað var gat í burðarvegg, eins var sagað í gólf og brotið til að færa niðurföll. Segja má að húsnæðið hafi verið tæblega fokhelt. En gólfefni var sett á húsnæðið, Allar lagnir endurnýjaðar vatn og rafmagn. Reistir milliveggir og eldhúsinnrétting. Húnsæðið allt málað. Víglsa skátaheimilisins var á afmæli félagsins 1999. Þúsundir tíma í sjálfboðavinnu varð tl þess að húsnæðið. Á meðan var starfinu haldið í lágmarki. Einn hluti húsnæðisins var ekki tekinn í gegn á þessum tíma. Búið er verið að gera þann hluta upp og reiknum við með að hann verði nothæfur um mánaðarmótin mars apríl 2018. Kominn er tími á að taka húsnæðið í gegn aftur. Það hefur gegnið á ýmsu og verst hefur leikið húsnæðið leki en mygla og raki hefur skemmt talsvert út frá sér. Nú hyllir undir að ásýnd húsnæðisins verði uppfærð en 2017 kom í þriðja sinn tilboð um kaup á byggingarrétti ofan á húsnæðið. Skátasamband Reykjavíkur fyrir hönd félagsins skrifaði undir kauptilboð á byggingarréttinum ásamt sölu á bílskúrum félagsins en á móti er keypt ca 50 fermetrar í suðvesturhorni húsnæðisins. Framundar eru framkvæmda tímar og stefnum við á að geta haldið upp á 50 ára afmæli félagsins í uppfærðu húsnæði félagsins.

Lækjarbotnar. Skátafélagið Garðbúar og félagar í því hafa frá upphafi séð um skátaskálann Lækjarbotna sem er í Lækjarbotnalandi í Kópavogi. Félagið eignaðist skálann 1996. Margir hafa verið skálastjórar en síðast liðin ár hafa hjónin Yngvinn Gunnlaugsson og Jóhanna Þorleifsdóttir unnið þrekvikri við að endurnýja skálan og halda honum við. Í dag er Svavar Sigurðsson og Ingi Þór ásmundsson skálastjórar og hafa þeir báðir unnið og eru að vinna frábært starf en þeir hafa einnig stutt Yngvinn og Jóhönnu í gegnum árin þeirra. Þessi fjögur mynda stjórn skálans ásamt félagsforingjanum Helga Jóns. Haldið var upp á 60 ára afmæli skálans á síðastliðnu ári en samkvæmt okkar heimildum var skálinn vígður 1957.
Við það tækifæri voru tveir fallnir félagar heiðraðir með því að gróðusetja tré í minningarreit við skálann.   Félagarnir eru Stefán Már Guðmundsson og Ívar Birgisson en báður kvöddu þeir þennan heim ungir að árum. Vinnu við skálannn líkur aldrei og á árinu lentum við í veseni með sitrulögn en hún stíflaðist og þurfti að grafa hana upp og skipta um og lagfæra. Áfram var unnið í útisvæðinu en byggður var skjólveggur við Svavarslaut. Búið er að skipta út hitunarkerfi skálans og taka út orkufreka rafmagnsofna og setja inn orkusparandi varmadælu. Spennandi verður að sjá hver útkoman verður á þessari breytingu. Útleigan á skálanum gæti alveg verið meiri og höfum við tekið upp netbókunarkerfi, framundan er að kynna skálann sem mögulegan gististað fyrir almenna ferðamenn því nauðsynlegt er að fá betri nýtingu á skálann. Félagið hefur komið að umsjón og uppbyggingu fleiri skála eins og Lækjarmótum í Lögbergshlíðum, Surt sem var á Hellisheiði og Álfasel sem er á Úlfljótsvatni en Eyjólfur Snæbjörns og félagar hans í Álfa flokknum byggðu þann skála.

Félagið hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir í starfinu og hafa húsnæðismálin og aðstaðan oft spilað stóran þátt í orku foringjanna til að halda út starfi í sjálfboðavinnu. Í dag eru Garðbúar virkir félagar í mörgum skátafélögum sem dæmi þá eru félagsforingjar Árbúa og Ægisbúa, Garðbúar. Við höfum þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum og harðnandi samkeppni um frítíma foringjanna og krakkanna. Á síðasta ári hefur félagið verið með tilrauna starf í gangi þar sem við höfum haft starfsmann (framkvæmdastjóra) á launum til að halda utan um starfið, samskipti við foreldra, þjálfun og stuðningur við foringjanna ásamt því að koma skátaheimilinu í nothæft ástand. Árangurinn er mælanlegur í fjölgun í félaginu og í Útilífsskólanum. Eins hefur okkur tekist að fá inn fleiri foringja. En við reynum að umbuna þeim eins og kostur er. Eins greiðum við kostnað þeirra sem hlýst af starfinu. Félagið er á uppleið og ef okkur tekst að fjármagna framkvæmdarstjórann þá mun félagið halda áfram að vaxa og dafna. En mikilvægast er að starfið í félaginu sé gott, stöðugt og innihaldsríkt og unnið sé að markmiðum Bandalags íslenskra skáta um sjálfstæða og virka einstaklinga í þjóðfélaginu.