Vetrarmót – Foreldrabréf

26168813_1636560366430633_5834316927780306282_n

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Vetrarmót Reykjavíkurskáta er næstu helgi og hvetjum við þá sem ekki eru nú þegar búnir að skrá skátana sína að drífa í því. Framundan er helgi full af ævintýrum og skemmtilegum skátahefðum. Við viljum taka fram að mótið er fyrir skáta sem eru fæddir 2007 og fyrr en ekki seinna (fálkaskáta og eldri). Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/.
Til að greiða mótsgjaldið er hægt að koma með pening á fund núna í vikunni eða millifæra á eftirfarandi reiking með nafn þátttakanda í skýringu.

Kt 421280-0379
bnr. 0525-26-400060

Gjaldið er 4000 kr fyrir þá sem skráðu sig fyrir laugardaginn 20. janúar og 5000 fyrir þá sem skráðu sig eftir það.
Fyrir skátana sem fara á mótið er brottför föstudaginn 26.janúar frá Hraunbæ 123 (Skátamiðstöðinni) klukkan 20:00. Þaðan keyra rútur á Úlfljótsvatn þar sem búið er að skipuleggja skemmtilega dagsskrá frá föstudegi til sunnudags. Áætluð heimkoma í Hraunbæinn sunnudaginn 28.janúar er klukkan 16:00. Útbúnaðar lista er hægt að sjá sem viðhengi með þessum pósti. Við viljum ítreka að dagskráin er mest megnis utandyra og verða skátarnir að vera með nóg af hlýjum fötum og auka fötum svo þeir geti notið hennar. Einnig fá dróttskátarnir val um að gista í tjaldi og þá skiptir máli að vera vel útbúinn fyrir það en þeir sem ekki eru nógu vel útbúnir fá ekki að sofa úti.

Við verðum með Garðbúasímann á okkur um helgina og verður hægt að ná í okkur í hann í síma 831-8822

Hérna má sjá útbúnaðarlista

Með bestu kveðju,
Ragnheiður Silja og Sædís Ósk fálka- og dróttskátaforingjar


 

Categories Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close