Fálkaskátaútilega

Sveitarútilega Fálkaskáta

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Næstu helgi ætla F.S. Völsungar að skella sér í sveitarútilegu í Lækjarbotna. Mæting verður í skátaheimilið í Hólmgarði laugardaginn 24.mars klukkan 13. Þar munum við hittast og sameinast í bíla. Lækjarbotnar eru rétt fyrir utan Reykjavík (sjá kort hér) og væri gott að vita hvaða foreldrar eru tilbúnir að skutla upp eftir. Útilegunni verður slitið klukkan 13:00 á sunnudeginum og þarf að sækja krakkan í Lækjarbotna. Til að skrá skáta í útileguna þarf að senda tölvupóst á gardbuar@gardbuar.com og einnig þarf að vera búið að ganga frá skráningunni í félagið.

Útilegan kostar 2000 kr. og er hægt að koma með pening á laugardeginum eða millifæra á reiking Garðbúa 0525-26-400060 kt. 421280-0379

Markmiðið Útilegunnar er meðal annars að undirbúa sveitina fyrir Landsmót fálkaskáta sem verður haldið á Laugum í Sælingsdal í sumar. Á mótinu þurfa krakkarnir að elda sjálfir allar máltíðir og viljum við því að krakkarnir komi með allan mat sem þau þurfa í þessa útilegu nema kvöldmat en við munum útvega hann. Með þessu viljum við að þau læri smá grunn í því að elda á prímusum og álíka. Nokkrir hlutir sem sniðugt væri að pakka er til dæmis jógúrt fyrir morgunmat, núðlusúpa í hádegismat og samlokur í kaffi eða millimál.

Við verðum með Garðbúasímann í útilegunni og verður hægt að ná í okkur í síma 831-8822

Fyrir neðan má svo sjá útbúnaðarlista.

Með bestu kveðju,
Ragnheiður Silja og Sædís Ósk fálkaskátaforingjar


Útbúnaðarlistifalkaskatar-250pix

-Skátaklútur

-Þæginleg hversdagsföt (ekki gallabuxur)

-Aukaföt

-Útiföt (eftir veðri)

-Húfa

-Vetlinga

-Ullarsokka

-Náttföt

-Göngu eða kuldaskó
-Bakpoka eða tösku

-Svefnpoka

-Kodda

-Vasaljós

-Tannbursta

-Tannkrem

-Þvottapoka

-Lyf (ef þarf)

-Vatsbrúsa

-Nesti fyrir 4 mátíðir

 

Categories Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close