Útilífsskóli 2020

Útilífsskóli Garðbúa byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, stangveiði,
náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira!

Skráning er hafin inn á https://www.sportabler.com/shop/gardbuar.
Við viljum biðja foreldra að skrá börn á biðlista þó námskeiðin fyllist þar sem við munum stækka námskeiðin og hleypa efstu nöfnum á biðlista inn á námskeiðin eftir 4.maí og jafnvel fleirum eftir 4.júní.

Námskeið í boði 2020

 • Námskeið 1: 8. – 12. júní
 • Námskeið 2: 15. – 19. júní
 • Námskeið 3: 22. – 26. júní
 • Námskeið 4: 29. júní – 3. júlí (Útilega ef aðstæður leyfa)
 • Námskeið 5: 6. – 10. júlí
 • Námskeið 6: 13. – 17. júlí (Útilega ef aðstæður leyfa)
 • Námskeið 7: 4. – 7. ágúst

Varðandi námskeið með útilegu: Upp gæti komið sú staða að aðstæður í þjóðfélaginu bjóði ekki upp á að halda útilegur í útilífsskólanum. Ef til þess kemur að hætta þurfi við útilegu verður góður fyrirvari gefinn.

Upplýsingar um námskeiðin:

 • Starfssvæði Útilífsskóla Garðbúa eru Fossvogur, Leiti og Bústaðahverfi.
 • Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7 til 12 ára.
 • Þá daga sem námskeiðin eru haldin innanbæjar stendur dagskráin yfir frá kl. 9.00 til 16.00.
 • Farið er í útileguna kl. 10.00 á fimmtudegi og komið til baka kl. 16.00 á föstudegi.
 • Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.
 • Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að hjóli og kunni að hjóla.
 • Allir þátttakendur fá ítarlegan bækling senda með tölvupósti um tilhögun námskeiðsins og útilegunnar áður en námskeið hefst.
 • Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs. Innifalið í verði er öll dagskrá, rútukostnaður, sundferðir og gisting

utilifsskoli

 

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close