Félagsútilega Garðbúa

Kæru foreldrar/forráðamenn
Félagsútilega Garðbúa 2017 verður næstu helgi 10. – 12. Nóvember. Félagsútilega er fyrir alla skáta að undanskyldum Drekaskátum en þau koma í dagsferð til okkar á laugardeginum.

Útilegan verður haldin í Grafarvogi og munum við gista í skátaheimili Hamars sem er staðsett í útjaðri Foldahverfisins með flottri náttúru í kring. Mæting verður upp í skátaheimili kl. 19:30 þar sem við munum sameinast í bíla. Frábært er ef einhverjir foreldrar geta keyrt. Mikilvægt er að krakkarnir verði búin að borða kvöldmat á föstudeginum áður en þau mæta. Útilegunni lýkur á sunnudaginn kl 14:00 og óskum við eftir að skátarnir verði sóttir upp í skátaheimili Harmars sem er Logafold 106, 112 Reykjavík

Þema útilegunar er sólkerfið og verður spennandi dagskrá um helgina tengt því þema. Einnig ætlum við að fara í sund og því mikilvægt að taka sundföt með.

Hérna er hægt að skrá sig, það þarf að vera búið að skrá sig fyrir hádegi á föstudag.

Verð fyrir útileguna er 4000 kr.  Allur matur, dagskrá og gisting er innifalin í þessum kostnað. Ekki er í boði að taka nammi með sér í útileguna.

 

Útbúnaðalisti
Skátaklút
Hlý föt – það verður kalt næstu helgi
Föt til skiptana
Ullarföt
Hlýja sokka
Húfu, trefil og vetlinga.
Góða skó
Svefnpoka
Dýnu
Náttföt
Sundföt + handklæði
Tannbursta og tannkrem
Vasaljós ef það er til.
Kveðja,
Sædís Ósk og Ragnheiður Silja

170320-solar-system-planets-feature.jpg

Categories Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close