Drekaskátar ætla að fara í dagsferð laugardaginn næsta 11. nóvember.
Við ætlum að heimsækja félagsútilegu Garðbúa sem haldin verður næstu helgi í skátaheimili Hamars í Grafarvogi sem er staðsett í útjaðri Foldahverfisins.
Mæting er upp í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði kl 13:00 á laugardaginn þar sem við ætlum að sameinast í bíla.
Dagsferðinni lýkur kl 21:00 og óskum við eftir að skátarnir verði sóttir upp í skátaheimili Harmars sem er í Logafoldi 106, 112 Reykjavík. Kl 20 verðum við með kvöldvöku og eru foreldrar velkomnir á hana.
Þema mánaðarins er sólkerfið og verður spennandi dagskrá á laugardaginn tengt því.
Hérna er skráning en allir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig fyrir laugardaginn.
Hlökkum til að sjá alla á laugardaginn
Egle og Kristín
Útbúnaðalisti
Skátaklút
Hlý föt – það verður kalt næstu helgi
Ullarföt
Hlýja sokka
Húfu, trefil og vetlinga.