Sólahringsútilega Dróttskáta

Núna um helgina ætla dróttskátar og foringjar að gista eina nótt í Lækjarbotnum. Lækjarbotnar er skátaskálinn okkar rétt fyrir utan Reykjavík (ca.10 mín frá Rauðavatni). Planið er að mæta upp í skátaheimili í Hólmgarði 34 klukkan 16:00 á laugardaginn (21. október). Kostnaður er 1000 kr á manninn og innifalið í því er gistingin og kvöldmatur en skátarnir þurfa að koma með nesti fyrir kaffitímann, morgunmat og ef þeir vilja eitthvað snakk fyrir kvöldið. Gott væri að vita hvort einhverjir foreldrar séu tilbúnir að skutla hluta af hópnum upp eftir á laugardeginum.

Á sunnudeginum verður haldið upp á 60 ára afmæli skálans og verður dagskrá tengd því frá 12:00 – 15:00 á sunnudeginum. Allir eru velkomnir í afmælið og hvetjum við fjölskyldur skátanna að mæta 😉

Svo sameinumst við aftur í bíla á leiðinni heim og er stefnt á að vera að koma heim um 16:00 á sunnudeginum.

Til að skrá sig í útileguna er best að senda tölvupóst á garbudar@gardbuar.com

Kveðja,
Ragnheiður Silja og Sædís Ósk dróttskátaforingjar

Útbúnaðarlisti
Svefnpoki
Koddi
Tannbursti og tannkrem
Útiföt
Náttföt
Auka Föt
Skátaklútur

laekjarbotnar

Categories Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close