Vetrarmót verður á Úlfljótsvatni dagana 27.-29. janúar 2017.
Tilgangurinn með slíku móti er að gefa skátunum kost á hressilegri útiveru og snertingu við náttúru að vetrarlagi og er fjölbreytt dagskrá mótsins miðuð við það. Gist verður í skálum skáta að Úlfljótsvatni og elstu skátarnir fá að gista í tjöldum
Mótsgjaldið er aðeins kr. 4.000 kr. (fullt fæði, dagskrá, ferðir og skálagjald) og þarf að vera greitt fyrir 20.janúar en eftir þann tíma þá hækkar gjaldið í 5.000 kr. Mótið er fyrir fálkaskáta, dróttskáta, rekka og róver og er upplagt tækifæri skátana til að taka þátt í stórskemmtilegum og óvenjulegum viðburði.
Nauðsynlegt er að skrá skátann til þátttöku, fer skráning fram í félagatali BÍS https://skatar.felog.is/
Brottför verður frá skátamiðstöðinni að Hraunbæ 123 föstudaginn 27. janúar og er mæting 19:30 og brottför hálftíma síðar. Mikilvægt er að skátarnir hafi þá snætt kvöldverð og séu vel útbúnir í fatnaði sem þeir bera sjálfir ábyrgð á.
Heimkoma að Skátamiðstöðinni er áætluð kl 16 á sunnudeginum. Frekari upplýsingar má finna á http://www.ssr.is/vetrarmot og www.facebook.com/vetrarmot.