Nú eru skátafundirnir að fara í jólafrí og ætlum við í Garðbúum að enda árið á jólakvöldvöku þann 15. desember næstkomandi.
Kvöldvakan verður frá kl 17:00 til 18:30 í Skátaheimili Garðbúa að Hólmgarði 34. Þar munum við syngja og skemmta okkur og fá okkur kakó og smákökur.
Foreldrar eru velkomnir.
Skátafundir byrja svo aftur á nýju ári og eru fyrstu fundir:Fálka- og Dróttskáta 11. janúar kl. 17:00Drekaskáta 12. janúar kl. 16:30
Við óskum ykkur gleðilegra jóla
Skátakveðja,
Kolbrún Ósk, Sædís Ósk, Egle og Nanna Guðrún