Fréttir frá Drekaskátum

Vígsla

Þann 10. nóvember síðastliðinn vígðust 6 vaskir krakkar sem Drekaskátar. Foreldrum var boðið að mæta og fylgjast með athöfninni en eftir hana var boðið uppá kaffi og kakó.
Við lukum síðan fundinum með því að teikna myndir til að setja í jól í skókassa en Garðbúar tóku þátt í því verkefni í ár.

Börnin hafa staðið sig öll sem eitt með prýði og eiga þau skátaklútinn svo sannarlega skilið. Ég vil óska öllum skátunum til hamingju með þennan áfanga.

Gistingur

Núna um helgina gistu drekaskátarnir eina nótt í skátaheimilinu. Allir komu hressir upp í skátaheimilið um 18 og hófst þá fjörið. Drekarnir byrjuðu á að hætta sér út í kuldann allir klæddir góðum úlpum og húfum þar sem við náðum í trédrumba og tálguðum spænir til þess að kveikja eld. Okkur tókst að kveikja myndarlegt bál í fyrstu tilraun enda vorum við búin að tálga gott magn af spænur og höggva aðeins minni búta og vorum því vel undirbúin. Síðan náðum við í grillstangirnar okkar og grilluðum pylsur yfir alvöru eldi. Eftir pylsurnar var enn smá glóð og lítill eldur eftir í bálinu svo við skelltum í nokkra sykurpúða 🙂

Þegar allir voru saddir og sælir fengum við að leika okkur fram að kvöldvöku þar sem við til dæmis vorum í eltingaleik, teiknuðum, spiluðum á spil, gerðum dýnubyggingar og fórum í risa svarti péturs mót. Á kvöldvökunni sungum við fallega saman nokkur skátalög inn í svefnpokunum og horfðum á fyndin skemmtiatriði. Þegar allir voru búnir að fá kakó og kex skriðum við þreytt og sátt ofan í poka og hlustuðum á æsispennandi sögu fyrir svefninn. Við vorum ekki lengi að sofna eftir alla spennuna og langa viku. Þegar við vöknuðum vorum við ekkert að drífa okkur að ganga frá heldur héldum skemmtilegt náttfatapartý þar sem við dúlluðum okkur áfram í náttfötum og svefnpokum.
Allir drekarnir voru ótrúlega duglegir og flottir og eru Garðbúar rosalega heppin að hafa svona stórglæsilegan hóp í félaginu 😀

Categories Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close