Næstu helgi 4.- 6. Nóvember verður farið í útilegu með fálkaskátum og dróttskátum. Mæting er klukkan 19:00 á föstudaginn í skátaheimili Garðbúa þar sem viðmunum sameinast í bíla og keyra upp í Lækjarbotna. Þar tekur við skemmtileg og fjölbeytt dagskrá þar sem við nýtum okkur nærumhverfi Lækjarbotna. Á sunnudeginum ætlum við að taka þátt í Fálkaskátadeginum sem að þessu sinni verður haldinn í Kópavogi frá 13:00 – 16:00. Við munum sjá um að ferja skátana frá Lækjabotnum yfir í Kópavog. Því lýkur helginni okkar klukkan 16:00 í skátaheimili Kópa sem er staðsett á Digranesvegi 79, 200 Kópavogi.
Mjög mikilvægt er að allir sem ætla að mæta séu skráðir í útileguna og hægt er að gera það á skatar.felog.is en bendum á að til að skrá í útileguna þarf skátinn að vera skráður í skátana. Ef þið lendið í vandrænum með skráningu sendið þá póst á gardbuar@gardbuar.com eða hringið í Nönnu starfsmann í síma 831-8822. Skráningarfrestur er út fimmtudaginn 3. Nóvember.
Verð fyrir útileguna er 3000 kr og innifalið í því er allur matur, dagskrá og gisting. Gjaldið er greitt í gegnum nora skráningarkerfið í beinu framhaldi af skráningu.
Við munum að sjálfsögðu vera virk á snapchat aðgangi Garðbúa og leyfum foreldrum og aðstandendum að fylgjast með fjörinu í útilegunni. Snapchat aðgangurinn heitir gardbuar.
Við verðum með Garðbúa símann á okkur um helgina sem er 831-8822 og hægt er að ná í okkur í gegnum hann.
Við viljum biðja ykkur á að senda skátana EKKI með síma eða önnur raftæki með sér í útileguna því þau geta truflað skátann við að njóta sín til fulls.
Hlökkum til helgarinnar
Sædís Ósk og Kolbrún Ósk Sveitarforingjar.
Útbúnaðarlisti
Þessi útbúnaðarlisti er til viðmiðunar. Athugið að merkja öll föt skátans með nafni. Mikilvægt er að skátinn pakki niður sjálfur en undir vökulu auga foreldris.
Föt:
- Skátabúningur (SKÁTAKLÚTUR, skyrta eða önnur skátaflík ef vill) Þeir sem ekki eiga skátaklút verða vígðir inn í félagið um helgina og fá þar skátaklút.
- Hlý nærföt (líka til skiptanna), þ.m.t. síðar nærbuxur
- Nærföt og sokka til skiptana
- Peysu/bol
- Síðbuxur (helst ekki gallabuxur)
- Þykkir sokkar(auka líka)
- Náttföt
- Þykk peysa t.d Fleece, thermo eða ull
- Góðir skór(t.d. Strigaskór, gönguskór)
- Vettlingar, húfa, buff
- Regnföt/Útiföt
- Auka pokar undir blaut og skítug föt
Snyrtitaska:
- Tannbursti og tannkrem
- Varasalvi
- Þvottastykki
- Greiða/hárbursti
Annað mikilvægt:
- Svefnpoki
- Koddi
- Vasaljós
- Spil
- Myndavél (á ábyrgð skáta)
- Smá laugardagsnammi