Skátafélagið Garðbúar tóku að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldum hverfisins á sumardaginn fyrsta. Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel sem fánaberar að leiða skrúðgönguna niður Bústaðarveg að Bústaðarkirkju. Eftir skrúðgönguna tók við hátíðarhöld við Víkingsheimilið þar sem við vorum með sölubás að selja candyfloss og popp sem gekk mjög vel. Einnig vorum við með svifbrautina okkar góðu sem vakti mikla lukku eins og venjulega.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gera daginn svona góðan og skemmtilegan og gleðilegt sumar!!